Hreyfiafl myrkurs í norðrinu

Tegund verkefnis: Skipulagning ráðstefnu eða málþings
Titill: Hreyfiafl myrkurs í norðrinu
Fagsvið: Arkitektúr, Heimspeki, Listfræði, Listheimspeki, Menningarfræði, Myndlist
Tímabil: 26. Feb. 2015 - 28. Feb. 2015
Vettvangur: Norræna húsið í Reykjavík
Efnisorð: þverfaglegt, listir, hönnun, félagsfræði, raunvísindi
Lýsing: Þverfaglegur lista- og fræðiviðburður í Norræna húsinu 26.- 28. febrúar 2015 Hreyfiafl myrkurs í norðrinu er yfirskrift alþjóðlegrar ráðstefnu á vegum Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og Université du Québec á Montréal í Kanada, í samstarfi við Norræna húsið og Sendiráð Kanada á Íslandi. Markmið ráðstefnunnar er kalla fram ólík sjónarmið og efla samtal á milli sérfræðinga af mismunandi fræðasviðum sem og á milli almennings og háskólasamfélagsins. Fjölmargir viðburðir tengjast ráðstefnunni og erindin spanna breitt svið rannsókna og eru af margvíslegum toga. Allt efnið er þó beintengt viðfangefni og markmiði ráðstefnunnar sem er að beina sjónum að því hreyfiafli sem felst í afgerandi umskiptum ljóss og myrkurs og hvernig það mótar hversdagslíf íbúa í Norðri. Meðal aðalfyrirlesara á ráðstefnunni eru dr. Tim Edensor, Reader at the School of Science and the Environment, og Haraldur Jónsson, myndlistarmaður og stundakennari við Listaháskóla Íslands.