Gestabókin

Titill: Gestabókin
Fagsvið: Leiklist
Vettvangur: Útvarpsleikhúsið
Tímabil: 12. Ág. 2013 - 20. Sept. 2013
Efnisorð: íslensk samtíma útvarps leiklist
Lýsing: Enskukennarinn Þorbjörn Gestur hefur dvalið í sumarbústað kennarafélagsins eins síns liðs og fær þá hugmynd undir lok tíðindalítillar dvalar sinnar að skrifa í gestabókina fyrir næstu gesti sem eru samkennari Þorbjörns og fjölskylda hans. Þorbjörn Gestur er persóna í Gestabókinni, nýju íslensku leikriti eftir Braga Ólafsson sem leiklesið var í Sólheimabókasafni á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Þeir sem lesið hafa síðustu skáldsögur Braga kannast örugglega við atvikið sem lýst er hér að ofan en á það er minnst víða í skáldskap Braga, hér fá lesendur svo loksins að vita hvað gerist í kjölfar gestabókaskrifa Þorbjörns Gests. Gestabókin var fjórði leiklesturinn í Rýmunum & skáldunum, verkefni sem Listahátíð 2013 stóð fyrir þar sem íslenskir höfundar kynntu til sögunnar ný leikverk sem síðan var unnin frekar til uppfærslu í Útvarpsleikhúsinu en þar verða þau leikin í sinni endanlegu mynd veturinn 2013-14.