Listir og sjálfbærni

Mynd
Titill: Listir og sjálfbærni
Fagsvið: Myndlist
Vettvangur: Listasafn Árnesinga Hveragerði
Tímabil: 2. Des. 2014 - 10. Maí 2015
Efnisorð: starfendarannsókn
Lýsing: Í rannsókninni leitaði ég svara við hvort listir henta til að auka skilning á sjálfbærri þróun. Hvernig listir geta verið tjáningarform í baráttunni fyrir sjálfbærari framtíð. Ég leitast við að svara spurningunni hvort áfanginn Listir og sjálfbærni sem ég kenndi við listkennsludeild Listaháskóla Íslands haustið 2010 hafi haft áhrif á þá sem hann sátu og stuðlað að því að nemendur þeirra verði virkir þátttakendur í samfélaginu. Í rannsókninni greindi ég gögn og verk nemenda sem tóku áfangann listir og sjálfbærni. Í námskeiðinu lærðu kennaranemar um sjálfbæra þróun, og áherslur í menntun. Nemendur unnu listaverk út frá markmiðum námskeiðisins og rökstuddu þau. Gögnin verða greind út frá fjórum stoðum sjálfbærrar þróunar sem útskýrðar verða hér á eftir. Ég ætla að rannsaka hvort gögnin styðji við hugmyndir fræðimanna um menntun til sjálfbærrar þróunar og gagnsemi myndmenntarkennslu í því samhengi.