Mæna, tímarit og gagnagrunnur (vefur) um grafíska hönnun og auglýsingar á Íslandi

Mynd
Titill: Mæna, tímarit og gagnagrunnur (vefur) um grafíska hönnun og auglýsingar á Íslandi
Fagsvið: Grafísk hönnun
Tímabil: 1. Júní 2010 - 1. Maí 2018
Efnisorð: hönnun, grafísk hönnun, leturfræði, kennsla
Lýsing: Rannsóknarverkefni sem vendist um Mænu, tímarit um grafíska hönnun (á Íslandi) í víðu samhengi og systurútgáfu tímaritsins á vefnum. Vefurinn, mæna.is (tilraunavefur var í loftinu og var tillaga að gagnasafni fyrir verk nemenda á námsbrautinni og grafískra hönnuða hér á landi. Sú leið gekk ekki upp sökum skorts á mannafla og fjármunum. Síðan 2011 hefur vefurinn verið, og verður, endurnýjaður árlega hvað varðar hönnun en efni heldur sér milli ára), Greinar og annað efni úr tímaritinu er einnig að finna á vefnum og einnig á PDF formi. 2014 – 15 tók Hönnunar- og arkitektúrdeild ákvörðun um að gera Mænu að deildartímariti um afrakstur rannsókna og lista innan deildarinnar í heild. Birna Geirfinnsdóttir, Lóa Auðunnsdóttir og Bryndís Björgvinsdóttir ritstýrðu Mænu 2014-2017. Sam Reese bættist við hópinn árið 2016. Á undanförnum árum hefur verið lögð áhersla á að auka veg núverandi og fyrrverandi nemenda: fá þá til að skrifa um eigin verk eða verk annarra. Mikill áhugi er hjá nemendum að taka þátt og vinna úr til að mynda lokaritgerðum sínum eða lokaverkum til birtingar í Mænu.