Margar myndir ömmu. Konur og mótun íslensk samfélags á 20. öld

Titill: Margar myndir ömmu. Konur og mótun íslensk samfélags á 20. öld
Tegund: Bók
Útgefandi: RIKK - Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands. Háskólaútgáfan. , Reykjavík, 2016
Efnisorð: sagnfræði, kynjafræði, einsaga, söguseki
Lýsing: Greinasafn um sögu kvenna á 20. öld þar sem unnið er út frá því hvernig hið persónulega fléttast saman við hið almenna og opinbera sögu. Greinarnar eru byggðar á samnefndum fyrirlestrum sem fluttir voru í Háskóla Íslands og á Þjóðminjasafni Íslands árið 2015. Bókin er sú fjórða í ritröð RIKK sem nefnist Fléttur. Ritstjórar bókarinnar eru Irma Erlingsdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Sigrún Alba Sigurðardóttir og Sólveig Anna Bóasdóttir. Um er að ræða þverfræðilegt greinasafn þar sem virtir fræðimenn úr ólíkum áttum hugvísinda og félagsvísinda fjalla um persónulega sögu í ljósi almennrar sögu og velta því fyrir sér hvernig hið persónulega geti varpað ljósi á hið almenna og öfugt. Höfundar greina eru Irma Erlingsdóttir, Guðmundur Hálfdánarson, Dagný Kristjánsdóttir, Berglind Rós Magnúsdóttir, Sólveig Anna Bóasdóttir, Ármann Jakobsson, Erla Hulda Halldórsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Sigrún Alba Sigurðardóttir, Annadís Gréta Rúdólfsdóttir, Silja Bára Ómarsdóttir og Súsanna Margrét Gestsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ritar formála. Í greinunum eru sagðar sögur kvenna sem lifðu þann tíma þegar nútíminn hóf innreið sína á Íslandi. Fræðimenn af ólíkum sviðum, s.s. sagnfræði, guðfræði, félagsfræði, stjórnmálafræði og bókmenntafræði, setja lífshlaup formæðra sinna í samhengi við samfélagsgerðina sem, hvað sem borgaralegum réttindum leið, takmarkaði möguleika þeirra til þátttöku í opinberu lífi og um leið til sjálfstæðis og frelsis. Jafnframt er þáttur þeirra í að endurmóta ríkjandi hugmyndir um kvenleikann og samfélagslegt hlutverk sitt metinn og spurt hvaða tækifæri konur höfðu til þess að hafa áhrif í samfélaginu, bæði með starfi sínu inn á við, í þágu heimilis, en ekki síður út á við, til dæmis í gegnum félagasamtök og kvenfélög sem voru í hverri sveit. Greinarnar draga upp fjölbreyttar myndir af lífi kvenna á Íslandi um aldamótin 1900 og fram á miðja 20. öld með því að tefla saman kenningarlegri nálgun og persónulegri frásögn.